Sequences XII: Pása / Pause

fimmtudagur, 3. júlí 2025
Sequences XII: Pása / Pause
Tólfti Sequences tvíæringurinn, Sequences XII: Pása, fer fram dagana 10.–20. október 2025 í Reykjavík. Hátíðin í ár leiðir saman fjölbreyttan hóp innlendra og erlendra listamanna og lagt er upp með að kanna hvað það þýðir að upplifa og skapa „hægt”.
Sýningarstjóri Sequences XII, Daría Sól Andrews býður gestum að stíga út úr amstri daglegs lífs og taka þátt í tíu daga dagskrá sem spannar sýningar, gjörninga, fyrirlestra, gönguferðir með leiðsögn og margt fleira víðsvegar um Reykjavík og nágrenni. Hátíðin býður upp á rými til að staldra við, íhuga og upplifa list á öðrum hraða með aukinni dýpt, ró og meðvitund.
Þrjár megin sýningar mynda kjarna hátíðarinnar og hver þeirra nálgast tímann á sinn hátt: Upplifun tíma — verk og innsetningar sem byggja á tíma og skynrænni þátttöku og bjóða upp á hugleiðandi upplifun; Pólitískur tími— verk sem fjalla um upplifun og stjórnmál tíma, sérstaklega í tengslum við jaðarsetta samfélagshópa og sögur þeirra; Náttúrulegur tími — verk sem varpa ljósi á takt náttúrunnar, allt frá örsmáum vexti til jarðfræðilegra umbreytinga, og hvetja okkur til að sjá tímann á skala sem fer langt út fyrir þann mannlega.
Takið frá dagana 10.–20. október 2025. Við hlökkum til að sjá ykkur á Sequences XII: Pása, helstu samtímalistahátíð landsins.
Listamenn og nákvæm dagskrá verða kynnt síðar á árinu.
English
The twelfth edition of the Sequences Biennial, Sequences XII: Pause, will take place from 10 to 20 October 2025 in Reykjavík. This year, the festival brings together a wide-ranging group of Icelandic and international artists whose work explores slowness in both artistic practice and audience experience.
Curated by Daría Sól Andrews, Sequences XII invites visitors to step away from the rush of daily life and immerse themselves in ten days of exhibitions, performances, lectures, guided walks, and more. The festival is an open invitation to pause, reflect, and experience art at a different rhythm, making space for attention, meditation, and sustained engagement.
Three main exhibitions anchor the programme, each offering a unique perspective on time: Experiential Time, focusing on time-based, experiential works and installations that invite us to experience slowly, and encourage quiet contemplation; Political Time, exploring art that considers the lived experience and politics of time, especially as it relates to marginalized communities and histories; and Natural Time, presenting works that reveal the tempo of non-human life, from microscopic growth to geological change, and invite us to see time on a scale far beyond our own.
Mark your calendars for 10–20 October 2025 and join us for Sequences XII: Pause, a celebration of contemporary art, reflection, and shared experience in Iceland.
The full list of participating artists and the detailed programme will be announced later this year.
Download the official press release / Hlaða niður fréttatilkynningu
For press inquiries / Fyrir fréttafyrirspurnir: dorothea@sequences.is
Design by / Hönnun: Hrefna Sigurðardóttir