top of page

Sequences XI: Get ekki séð stendur til 22. október

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. október 2023

Sequences XI: Get ekki séð stendur til 22. október

Myndlistarhátíðin Sequences byrjaði um helgina en er langt frá því að vera búin! Í vikunni verða gjörningar, tónleikar, kvikmyndasýningar, leiðsagnir og listasmiðjur. Hátíðin hefur aldrei verið jafn stór en yfir 50 listamenn koma saman á hátíðinni og spannar hún 10 daga, 13.-22. október. Sýningarnar munu svo standa opnar almenningi að kostnaðarlausu til 26 nóvember.

FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER

19:00 Gjörningur eftir Vaim Sarv í samvinnu við Flaaryr í Nýlistasafninu.

FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER

17:00 Hljóðgjörningur "Audioswarm Reykjavík" eftir John Grzinich. Byrjar við Safnahúsið, Hverfisgötu.
20:00 Gjörningur "Lacuna" eftir Teo Ala-Ruona í Tóma rýminu. (miðasala)

LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER

13:00 Leiðsögn með sýningarstjórum Sequences XI um Safnahúsið.
13:00 Opin listasmiðja fyrir börn í Gallery Port.
15:00 Gjörningur eftir Vaim Sarv í samvinnu við Ástu Fanney í Nýlistasafninu.
16:00 Listamannaspjall Vaim Sarv og Ástu Fanney í Nýlistasafninu.
19:00 Gjörningur "Lacuna" eftir Teo Ala-Ruona í Tóma rýmið. (miðasala)

SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER

12:00-16:00 Djúphlustunarviðburður "lognfm" á vegum Radio Gufan í Smekkleysu.
13:00 Leiðsögn með sýningarstjórum Sequences XI um Norræna húsið.
14:00 Gjörningur "Turritopsis 2.0—The operation/Aðgerðin" eftir Brák Jónsdóttur í Norræna húsinu.
16:00 Glide. Tónverk eftir Páll Ragnar Pálsson og Björgu Brjánsdóttir í Nýlistasafninu.
19:00 Gjörningur eftir YOUNG BOY DANCING GROUP í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi (miðasala)

Miðasala á einstaka viðburði fer fram við hurð og á Tix.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page