top of page

Selárdalur - Djúpifjörður

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. júlí 2025

Selárdalur - Djúpifjörður

Selárdalur - Djúpifjörður

Pétur Thomsen opnar sýningu í Listasafni Samúels í Selárdal laugardaginn 19. júlí klukkan 15:00.

Á sýningunni eru ný ljósmyndaverk frá Selárdal og Djúpafirði.

Samband mannfólks við náttúruna hefur verið megininntak í ljósmyndaverkum Péturs þar sem finna má vitnisburð um ágang mannsins og mótun hans á umhverfi sínu.

Pétur Thomsen var valinn myndlistarmaður ársins 2025 á Íslensku Myndlistarverðlaunum í mars síðastliðinum fyrir sýninguna sína Landnám.

Pétur lauk MFA-prófi í ljósmyndun frá École nationale supérieure de la photographie í Arles, Frakklandi, árið 2004. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og verið áberandi þátttakandi í sýningarhaldi og fjölbreyttum verkefnum hér á landi og erlendis.

Frekari upplýsingar um Pétur og verk hans eru á www.peturthomsen.is

Hlekkur á facebook viðburð https://www.facebook.com/events/742058374856370/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page