top of page

Secret Chrystalization í Deiglunni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Secret Chrystalization í Deiglunni

Andrea Weber sem hefur að undanförnu dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri opnar myndlistasýningu sína kl.14 laugardaginn 4.mars í Deiglunni, sal Gilfélagsins. Klukkan 14.30 kynnir listamaðurinn verkin.
Í listsköpun vinnur Andrea mikið með hugmyndir um tíma og rúm og sambandið milli líkama og umhverfis. Einnig vinnur hún út frá abstract málverkum sem gerð eru eftir forskrift er nefnist Weathertranscription, en auk þess gerir hún innsetningar, fremur gjörninga og fleira.
Andrea Weber er menntuð í ljósmyndun frá listaháskólanum í Essen, Þýskalandi, og Beaux Arts í París, Frakklandi. Hún hefur einnig menntun í Qi Gong og myndlistarkennslu. Weber býr og starfar í París, en dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Listasafnsins.
Sýningin er einnig opin. sunnudaginn 5. mars. frá 14 - 17.
Við vekjum athygli á kynningu Andreu kl. 14.30 á laugardaginn sem í hennar eigin orðum verður „performative reading“ og tekur um það bil 30 min.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page