top of page

Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. maí 2024

Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Myndlistarsýningin «Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head» eftir Sasha Pirker opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 18 maí, kl 14.00. Sýningarstjóri / Curator: Becky Forsythe

Úr sýningartexta:
Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Sasha Pirker (f. 1969 í Vín, Austurríki) er myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður sem að býr og starfar í Vínarborg. Hún hefur kennt kvikmyndagerð og myndlist við listakdemíuna í Vínarborg síðan 2006. Kvikmyndum hennar er dreift af sixpackfilm Vienna og hafa þær verið sýndar á yfir 50 hátíðum, þar á meðal kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, Anthology Films Archives NY, Oberhausen, FID Marseille, Cinema du réel París, doclisboa Lissabon, Rotterdam, Tókýó, Busan, Melbourne, Fogo Island, Istanbúl, Viennale, Kassel, meðal annarra. Hún hefur rekið sýningarrýmið «SIZE MATTERS. Space for Art & Film» í Vín síðan 2014, en í samvinnu við Dariusz Kowalsky frá árinu 2022.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page