top of page

Sara Björnsdóttir í Grafíksalnum

508A4884.JPG

miðvikudagur, 13. september 2023

Sara Björnsdóttir í Grafíksalnum

Sara Björnsdóttir er næsti listamaður sem mun sýna í Grafíksalnum, en hún opnar sýninguna Hvísl undirdjúpsins, myrkur heiður til ljóssins, föstudaginn 15. september kl 17:00. Verið öll hjartanlega velkomin.

Þessi sýning hefur verið sjö ár á leiðinni í gegnum húm cosmosins eða frá síðustu einkasýningu sem var í Gerðarsafni 2016. Hér eru aðallega ný verk þó innan um slæðist eldri verk sem ég sé nú að eru upphafið að þessari sýningu og tilheyra hér.

"Ég hef gert klippimyndir af og til í gegnum minn feril, en þetta er fyrsta sýningin þar sem ég vinn eingöngu í þennan miðil og yfir eldri vatnslitamyndir sem ég nota sem bakgrunn.

Listin er svo göldrótt og spennandi að sjá hvað verk getur verið lengi á leiðinni því ég skynjaði ekki hvað var að gerast innra með mér og þær ósjálfráðu hreyfingar sem voru við það þrýsta sér út sem ég reyndi að bæla. Sköpunarþörfin var á endanum svo gríðarleg að ég sleppti á henni tökunum, þá spratt þetta allt fram með krafti og ég hef löngun til að deila með ykkur ferðalaginu og sögunum sem liggja eins og draugar yfir hverju verki."

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page