top of page

Samstarfsverkefni SÍM Residency og Konst i Halland

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. apríl 2024

Samstarfsverkefni SÍM Residency og Konst i Halland

Í janúar 2024 bauð Konst i Halland myndlistarmönnum og hönnuðum með tengsl við Halland að sækja um dvalarstyrk til SÍM Residency, Seljavegi, Reykjavík þann 2.-30. september. Á grundvelli innkominna umsókna hefur dómnefnd valið að styrkurinn verði veittur listamanninum Oskar Gustafsson.

Oskar Gustafsson (1991) er fæddur og uppalinn í Kungsbacka og býr og starfar í Gautaborg og Bottna í norðurhluta Bohuslän. Oskar hefur stundað nám í trésmíði og húsgagnasmíði við Steneby skóla, húsgagnahönnun með sérsviði í tré við HDK Valand-Steneby og Post BA/MA –Landing thoughts við St Sigfrids folkhögskola.

Verk Oskars snerta spurningar um tengsl mannsins við náttúruna og efnisleika hennar. Hann rannsakar meðal annars tengsl líkama og minninga sem á jafnt við um menn og plöntur.
Hann vinnur aðallega í efnum eins og tré, steini og kopar oft með blöndu af hefðbundinni og óhefðbundnari og tilraunatækni.

Í rökstuðningi dómnefndar um dvalarstyrkinn segir: "Oskar heldur jafnvægi á milli list- og handverks og skúlptúrar hans innihalda bæði þyngd og léttleika. Listaverk með gott formskyn og náttúrulegur efniviðurinn sýnir mikla möguleika. Áhugi hans á tilraunastarfsemi skín í gegn og við erum forvitini að sjá hvernig hann mun nálgast dvöl sína í Reykjavík með rannsóknum og efnisbundnu ferli með öðrum listamönnum.“

Dvalarstyrkurinn er gerður í samstarfi Konst i Halland og SÍM Residency.

Í október verður myndlistarmaður frá Íslandi gestafyrirlesari við lýðháskóla Hallands. Dvölin verður á vegum Listasafnsins í Halland og Konst i Halland.

Nánar:
https://www.konstihalland.se/
https://www.ogustafsson.com/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page