top of page
SAMSPIL þrettán myndhöggvara á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum
þriðjudagur, 15. ágúst 2023
SAMSPIL þrettán myndhöggvara á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum
Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara verður samkoma honum til heiðurs á hlöðuloftinu á Korpúlfstöðum fimmtudaginn 17. ágúst n.k. kl.17-19.
Þar mun sýningarstjórinn Unnar Örn Auðarson segja frá aðdraganda sýningarinnar SAMSPIL og nokkrir myndlistarmannanna sem þátt taka í sýningunni segja frá verkum sínum og tengslum við afmælisbarnið. Þá mun Ragnar Kjartansson yngri lesa ljóðabréf Magnúsar Pálssonar til Ragnars.
Léttar veitingar.
Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík.
bottom of page