top of page

Samsýningin Summa & Sundrung hlýtur verðlaun

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. nóvember 2024

Samsýningin Summa & Sundrung hlýtur verðlaun

Sýningin Summa & Sundrung sem var framleidd af Listasafni Árnesinga og House of Arts Brno hlaut fyrstu verðlaun hjá menningarmálaráðuneytinu í Tékklandi fyrir bestu alþjóðlegu sýninguna á síðasta ári en sýningin ferðaðist frá Hveragerði og yfir til House of Arts, Brno í Tékklandi.

Sýningarstjórar sýningarinnar voru Kristín Scheving, Halldór Björn Runólfsson og Jennifer Helia Defelice.

Sýningin var samstarfsverkefni þessara tveggja stofnanna og er það afar ánægjulegt að hún hafi hlotið þessi verðlaun.

Styrktaraðilar að sýningunni voru: Safnaráð, Uppbyggingarsjóður Suðurlands, Thoma Foundation, BERG Contemporary, Brno borg, menningarsjóður Tékklands og Vasuka Kitchen Brno.

Hér er hægt að skoða sýningarskrá, hlusta á leiðsögn Gary Hills og fleira.

https://listasafnarnesinga.is/hveragerdi/syningar/summa-sundrung/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page