Samsýning Súpunnar í Bragganum Yst við Öxarfjörð
fimmtudagur, 20. júní 2024
Samsýning Súpunnar í Bragganum Yst við Öxarfjörð
Hjartanlega velkomin öll á samsýningu Súpunnar tuttugu árum síðar á Sólstöðum í Bragganum Yst við Öxarfjörð.
Súpan er hópur myndlistarkvenna sem hafa haldið saman allt frá því að þær stunduðu nám við Myndlistarskólann á Akureyri fyrir löngu. Hópinn skipa Björg Eiríksdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Jóna Bergdal Jakobsdóttir, Unnur Guðrún Óttarsdóttir og Yst Ingunn St. Svavarsdóttir.
Fyrir tuttugu árum efndu þær fyrst til samsýningar í Bragganum en síðan hafa þær sýnt saman víða og velt fyrir sér hugmyndum eins og sköpun og sjálfsmynd. Í þetta sinn skoða þær núið hver frá eigin sjónarhorni svo sem skynjun, áhrifum, umhyggju og kyrrð.
Opið frá 11-16 sólstöðuhelgina 21.-23. Júní og svo eftir samkomulagi fram eftir sumri.