top of page

Safnanótt - Þórður Hall listamaður Grafíkvina 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. febrúar 2023

Safnanótt - Þórður Hall listamaður Grafíkvina 2023

Listamaður ársins 2023 er Þórður Hall og verða verk hans tíl sýnis 3.-5. febrúar í sal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.
“Uppspretta að mínum myndum er að megninu til íslensk náttúra, margbreytileiki hennar og samspil forma og ljóss í misjöfnum veðrum og árstímum. Það er mikilvægt fyrir mig að vera í snertingu við náttúruna og hið lifandi land sem enn er í mótum og mér mikill fjársjóður við öflun myndefnis. Eins er farið með þessa grafíkmynd sem er hluti úr myndaröð og skorin í dúk. Í gegnum tíðina hefur ég unnið jöfnum höndum með málverk, teikningar og grafík.” ÞH
“Landsýn”
Stærð myndarinnar er 15,0 x 12,5 cm, stærð pappír 28,0 x 20,0 cm í 80 eintökum. Lukas Studio Linol þrykklit á Hanemüllepappír 230 gsm. Tækni er dúkrista.
Þórður Hall stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsyninga bæði hér á landi og erlendis. Þórður hefur tekið vikan þátt félgsstarfi fyrir Íslenska grafík á árum áður. Hann starfaði um árabil við kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Iðnskólann í Reykjavík og Tækniskólann. Hann er félagi í Íslenskri grafík, Félagi íslenskra myndlistarmanna, Sambandi Íslenskra myndlistarmanna og Grafikens Hus í Svíþjóð. Verk eftir Þórð eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur.
Hvað er Grafíkvinur? Grafíkvinur er styrktaraðili Íslenskrar Grafíkur sem greiðir árlegt áskriftargjald kr. 15.000,- og í staðinn fá Grafíkvinir boð á allar sýningar í Grafíksalnum og fréttir af öllum öðrum viðburðum félagsins ásamt því að eignast árlega grafíklistaverk unnið af sérvöldum grafíklistamanni hvers árs fyrir sig, félagsmanni eða gestalistamanni. Listamaðurinn er tilnefndur af stjórn félagsins og vinnur listamaðurinn sérstakt listaverk fyrir Grafíkvini.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page