Sýningastjóraspjall: Becky Forsythe og Hulda Rós Guðnadóttir

fimmtudagur, 30. október 2025
Sýningastjóraspjall: Becky Forsythe og Hulda Rós Guðnadóttir
Sýningarstjóraspjall 30. október kl. 17:00 í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi.
Verið hjartanlega velkomin á sýningarstjóraspjall um LJÓS [ mynd ] LIST með sýningarstjóranum Becky Forsythe í samtali við listamanninn Huldu Rós Guðnadóttur fimmtudaginn 30. október kl. 17:00 í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi.
Hulda Rós Guðnadóttir fagnar með sýningunni tuttugu ára starfsamæli með því að sýna tvær ljósmyndaraðir sem aldrei hafa verið sýndar áður á Íslandi. Staðarvalið í sýningarsal Bókasafns Seltjarnarness er ekki tilviljun: bókasafnið og umhverfi þess eru djúpt samofin æskuárum listamannsins á Seltjarnarnesi, þar sem hún ólst upp við sjóinn og sökkti sér ofan í bækur. Sýningin hefst á vettvangi þar sem persónulegar rætur og listræn rannsókn mætast.
Becky Forsythe er þekktur sýningarstjóri sem hefur komið að ótal sýningum og verkefnum hér á landi. Tengsl hennar við þetta verk hófust hljóðlega í Covid-19 faraldrinum, þegar hún braut saman og staflaði kössum bak við tjöldin við undirbúning sýningar listakonunnar í Listasafni Reykjavíkur. Úr því nánast falda sjónarhorni í „vinnustofunni“ mætir hún verkunum nú á ný og sér þau í nýju ljósi – í gegnum linsu sýningarstjórans.
Aðgangur er ókeypis.


