top of page

Sýningarstjóri Sequences XII / Curator of Sequences XII: Daría Sól Andrews

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. nóvember 2024

Sýningarstjóri Sequences XII / Curator of Sequences XII: Daría Sól Andrews

English below

Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. - 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar. Daría er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og starfar bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 lauk hún námi sem Curatorial Fellow í The Witney Independent Study Program í New York. Hún er með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Stokkhólmsháskóla og bakkalárgráðu í mælskufræði frá UC Berkeley. Daría stofnaði galleríið Studio Sol árið 2017 í uppgerðu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Árið 2024 vann hún Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir bestu samsýningu ársins Að rekja brot.

„Hæg list“

„Hugmyndafræðin að baki Sequences XII tengist fagurfræði sem kallast „hæg list” (e. slow art) - og felur í sér tengingar milli myndlistar og áhorfanda, að taka sér tíma með list, með hverju og einasta verki, og íhuga nýjar leiðir til að upplifa og meðtaka myndlist. Einblínt verður á verk sem eru unnin hægt og taka tíma að mótast og verða til, einnig listamenn sem vinna að einu verkefni yfir mörg ár eða áratugi. Á hátíðinni verður lögð áhersla á samfélagslega uppbyggingu og tengingu, samveru, umræður og ábyrgð.

Við munum kanna hvað það þýðir að upplifa og framleiða á hægari nótum, með verkum sem neyða okkur til að staldra við, hugleiða og endurhugsa. Á sýningunum verður sjónum beint að listamönnum sem nálgast listsköpun sína með rannsóknum, fagurfræði, þolinmæði, skynjun og hugleiðslu, listamenn sem huga að sjálfbærni í listsköpun sinni, skapa verk af yfirvegun og fara dýpra og hægar í skoðun sinni. „Slowness” sem konsept hefur ákveðna pólitíska merkingu, sem leið til að rísa upp gegn ríkjandi hugmyndafræði og skapa mótspyrnu.” Ég nálgast „slowness” ekki eingöngu sem merkingu um tíma heldur einnig sem áherslu á samskipti og tengsl, ábyrgð, athygli og þátttöku.“

Hátíðin

Sequences er listamannarekin alþjóðleg myndlistarhátíð sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík. Undirtitill hátíðarinnar „rauntíma listahátíð (e. Real Time Art Festival)“ vísar til upprunalegu áherslu hátíðarinnar á að skapa vettvang fyrir tímatengda miðla í íslenskri myndlistarsenu. Sýningarstjórar hverrar hátíðar fá tækifæri til að túlka þessa áherslu á sinn eigin hátt. Hátíðin verður haldin í tólfta sinn á næsta ári og verður yfirskrift hennar kynnt á næstu mánuðum.

Meðal fyrri listamanna sem sýnt hafa á hátíðinni eru Edith Karlson, Valgerður Briem, Benjamin Patterson, Elísabet Jökulsdóttir, Philip Jeck, Miruna Roxana Dragan, Joan Jonas, David Horvitz, Hekla Dögg Jónsdóttir, Guido van der Werve, Ragnar Kjartansson, Emily Wardill, Ragnar Helgi Ólafsson, Carolee Schneemann, Rebecca Erin Moran, Finnbogi Pétursson og Alicja Kwade.

Sýningastjórar fyrri hátíða hafa bæði verið íslenskir og erlendir og má þar nefna Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk og Sten Ojavee, Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson, Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, Margot Norton, Markús Þór Andrésson og Alfredo Cramerotti.

Að hátíðinni standa listamannareknu sýningarstaðirnir Kling & Bang og Nýlistasafnið ásamt Myndlistarmiðstöð auk öflugs fagráðs sem í sitja listamenn og óháðir aðilar sem eru virkir í listamannareknu senunni í Reykjavík hverju sinni. Framkvæmdarstjóri hátíðarinnar er Odda Júlía Snorradóttir.



In October 2025, the Sequences art festival will take place for the twelfth time. The curator of the festival is Daría Sól Andrews. Daría Sól Andrews is an independent curator based between Reykjavík and the United States. In 2021 Daría attended the Whitney Independent Study Program as a Curatorial Fellow in New York. She holds an MA in Curating, Art Management and Law from the University of Stockholm and a BA in Rhetoric from UC Berkeley. In 2017 Daria founded her home gallery Studio Sol, in a renovated warehouse in Reykjavík. In 2024 her exhibition, Tracing Fragments, was named Group Exhibition of the Year for the Icelandic Art Prize.

Slow art

“My curatorial concept for Sequences XII centers around a growing aesthetic field, as Arden Reed has termed it, called “slow art” - which encompasses intimate encounters between art and viewer, examining alternative approaches to art making and experiencing. Through an aesthetic perception of slowness, the festival will connect locally, and focus on practices involving investigation, research, and interconnectivity. Programming will emphasize community building and reflective discussion and mediation. I will emphasize artists who use their practice to invest in a time and place through research and pedagogy. We will explore what it means to both experience and produce with slowness at the heart, through works that force us to pause, to meditate and reflect. Exhibitions will focus on artists that approach their work through a slowness of research practice, as well as works that are produced slowly through a meditative patience and sensory focus.

An appreciation for slowness reframes the concept of productivity. As a mindful practice, it offers an escape from oversaturated content and an unhealthy bias towards speed and consumption in our modern society. Through the ethos of less is more, artists allow for ethical and sustainable production, creating work carefully and with consideration, and towards a deeper observation and slow appreciation. Slowing down then offers a political dimension, an act of rebellion, resistance, and patience. I will approach slowness not strictly through an element of time, but rather through deep connection, immersive attention, reciprocal relationships, engagement, and participatory involvement.”


Real Time Art Festival

Sequences is an artist-run international art festival held every other year in Reykjavík. The festival subtitle Real-time Art Festival refers to its original goal of being a platform for time-based media within the visual arts scene. The curator of every festival can interpret this theme in their own way. The title of the twelfth edition of the festival will be announced in the coming months.
Previous artists who have exhibited at the festival include Edith Karlson, Valgerðum Briem, Benjamin Patterson, Elísabet Jökulsdóttir, Philip Jeck, Miruna Roxana Dragan, Joan Jonas, David Horvitz, Hekla Dögg Jónsdóttir, Guido van der Werve, Ragnar Kjartansson, Emily Wardill, Ragnar Helgi Ólafsson, Carolee Schneemann, Rebecca Erin Moran, Finnbogi Pétursson and Alicja Kwade to name just a few.

The curators of previous festivals have been Icelandic and foreign artists and curators, including Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk and Sten Ojavee, Þóranna Dögg Björnsdóttir and Þráinn Hjálmarsson, Hildigunnur Birgisdóttir and Ingólfur Arnarsson, Margot Norton, Markús Þór Andrésson and Alfredo Cramerotti.

The festival is founded by the artist-run exhibition venues Kling & Bang and the Living Art Museum, as well as The Icelandic Art Center, along with a board of artists and independent parties who are active in the artist-run scene in Reykjavík. The festival manager of this twelfth edition of Sequences is Odda Júlía Snorradóttir.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page