top of page

Sýningarpnun 21. júní Gunnhildur Hauksdóttir - Yfirum

508A4884.JPG

föstudagur, 20. júní 2025

Sýningarpnun 21. júní Gunnhildur Hauksdóttir - Yfirum

Yfirum
Gunnhildur Hauksdóttir
Vesturveggur Skaftfell bistró
Laugardagur 21.júní
Kl.20:30
Sýningin stendur frá 22. júní til 10. ágúst

Gunnhildur vinnur með umbreytingu efna eins og bleytu og þurrk, og tengsl staða og atriða úr náttúrunni í einfaldri, efnisnæmri framsetningu sem kallar fram hugleiðingu um spor, ummerki og eðli myndgerðar. Blekmyndir á steinpappír verða til í einföldum aðgerðum þar sem steinar og efnablöndur fá að stýra myndbyggingu. Steinar voru teknir úr nærumhverfi Reykjavíkur árið 2022 og nýttir til að búa til einþrykk á pappír sem unninn er úr frákasti í grjótnámum. Ferlið fól í sér að leggja steinana á blað og hella yfir þá blöndum af sjó, sandi, salti, akrýl, olíu og vatnsbleki. Þegar steinarnir eru fjarlægðir af pappírnum stendur eftir far, ummerki um ólík efni sem mætast á ógegndræpum fleti og berjast um yfirráð.

Gunnhildur Hauksdóttir vinnur af og til með grjót sem millilið á milli manns og náttúru, avatar fyrir kyrrstöðu og framrás tíma. Í verkum hennar er næmi fyrir tímalínum og tímaskyni sett fram sem myndrænt og hljóðrænt. Hún hefur áður tekið grjót frá Seyðisfirði og flutt það til Reykjavíkur og Berlínar í verkinu Skriða, tónverk fyrir kontrabassa unnið út frá skriðunni sem féll á Seyðisfjörð árið 2020. Hún vinnur með huglægt samband manna, dýra og atriða úr náttúru eins og sjó, gróður og atburði eins og skriður og jarðskjálfta, gang sólar og flóð og fjöru. Uppúr teikningum verða stundum til kór- eða hljóðverk. Þessar teikningar sem hér eru hafa áður þjónað sem raddskrá fyrir kór athöfn sem var flutt í Reykjavík og hét úr Hjarta í stein. Í þetta sinn setti hún saman kór, Þokukórinn, með Seyðfirðingum sem var flutt á Sumarsólstöðuhátíð Skaftfells 2025. Verkið var unnið upp úr hugmyndum um gang sólar og morskóða.

Gunnhildur er búsett í Reykjavík og í Berlín, hún nam myndlist við Listháskóla Íslands og Sandberg Institute í Amsterdam, þaðan sem hún hlaut meistaragráðu árið 2005. Gunnhildur hefur starfað við gerð myndlistar undanfarin 20 ár, sýnt víða og starfað í þágu myndlistar á ýmsum sviðum, við kennslu, sýningastjórn og safnastarf. Hún hefur búið á Seyðisfirði af og til, flutti þangað fyrst sumarið 2001 og flutti þaðan síðast árið 2017, en heimsækir Seyðisfjörð árlega með nemendur úr Listaháskólanum og heldur utan um kúrsinn Vinnustofa á landsbyggðinni.


English

Overflow
West Wall
Skaftfell Bistro
Opening Saturday 21 June
At 8pm
Runs from 22nd of June to 10th of August

Gunnhildur Hauksdóttir works with the transformation of materials, such as wet to dry, and the connection between elements from nature in a simple, material-sensitive presentation that reflects on traces, and the nature of imagery. Ink paintings on stone paper are created in simple gestures where stones are allowed to guide the composition. The stones were taken from the area surrounding Reykjavík in 2022 and used to create monoprints on stone paper, a surface made of waste from rock quarries. The process involved laying the stones on a sheet and pouring mixtures of seawater, sand, salt, acrylic-, oil-, and water ink over them. When the stones are removed from the paper, traces of the encounter and the transformation remain on the impermeable surface.

Hauksdóttir sometimes works with rocks as an intermediary between humans and nature, avatars for stasis and the passage of time. In her works, a sense of time is presented in the visual and the aural. She previously took rocks from Seyðisfjörður and transported them to Reykjavík and Berlin for her artwork Skriða, which is a composition for double bass made on the occasion of the 2020 landslide in Seyðisfjörður. She works with the subjective relationship between humans, animals and components of Earth such as water, mud, rocks and events such as landslides and earthquakes, the movement of the sun and the ebb and flow of tides.

Her drawings often serve as a score for choral and audio compositions. These drawings have previously served as a voice score for a choir ceremony performed in Reykjavík in 2022. This time she assembled a choir with the people of Seyðisfjörður who performed at the Summer Solstice Festival. The Fog Choir was spontaneously assembled and was composed based on ideas about the movement of the sun and Morse code.

Hauksdóttir lives between Reykjavík and Berlin, she studied fine art at the Iceland University of the Arts and the Sandberg Institute in Amsterdam, from where she received her masters degree in 2005. Gunnhildur’s process as an artist spans 20 years, she has exhibited widely and worked in various fields of visual arts; teaching, curating, writing, editing and museum work. She has lived in Seyðisfjörður from time to time, first moving there in the summer of 2001 and moving away last time in 2017, but she visits Seyðisfjörður every year with students from the Iceland University of the Arts and leads a workshop in the town.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page