Sýningaropnun og bókaútgáfa - Sjávarblámi / The Sea’s Blue Yonder

fimmtudagur, 5. júní 2025
Sýningaropnun og bókaútgáfa - Sjávarblámi / The Sea’s Blue Yonder
Sýningaropnun og bókaútgáfa Sjávarblámi / The Sea’s Blue Yonder eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Sjávarblámi föstudaginn 20. júní kl. 16:00 í Hvalasafninu á Húsavík. Í tilefni opnunarinnar verður einnig útgáfuhóf fyrir nýja bók sem gefin er út í tengslum við sýninguna. Í bókina eru greinar eftir listamennina, sýningarstjóra svo og Filipu Ramos, Ævar Petersen, Marianne Rasmussen, Pari Stave og Evu Björk Káradóttur.
Sýningin fjallar á listrænan hátt um samband manna og hvala, ferðalög hvalanna við Íslandsstrendur, og hvernig við horfum á þessi stórbrotna dýr í sögulegu og samtímalegu samhengi. Með ljósmyndum, hljóði og innsetningum enduróma verkin líkamlega nærveru hvala og mikilvægi þeirra í vistkerfi sjávarins.
English
Exhibition Opening and Book Launch The Sea’s Blue Yonder / Sjávarblámi by Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson. Curated by Æsa Sigurjónsdóttir.
You are warmly invited to the opening of the exhibition The Sea’s Blue Yonder on Friday, June 20 at 16:00 at the Húsavík Whale Museum. The event also celebrates the launch of a new exhibition book, published in connection with the project. In the book there is writing by the artists, the curator together with Filipa Ramos, Ævar Petersen, Marianne Rasmussen, Pari Stave and Eva Björk Káradóttir.
The exhibition explores the complex relationship between humans and whales through artistic investigation — tracing the paths of whales around Iceland, reflecting on historical and contemporary perspectives, and evoking their physical presence through photography, sound, and installation.