SÝNINGAROPNUN - Nermine El Ansari "Er ekki lengur / No Longer"
fimmtudagur, 23. nóvember 2023
SÝNINGAROPNUN - Nermine El Ansari "Er ekki lengur / No Longer"
Skaftfell Listamiðstöð Austurlands býður ykkur velkomin á opnun á nýrri innsetningu eftir hina franskfæddu, egypsku listakonu Nermine El Ansari sem ber nafnið Er ekki lengur. Sýningin, lýkt og verk El Ansari oft á tíðum, fjallar um útlegð og tilfærslu, og er hugsuð sem viðbragð við atburðum 7. október - árás Hamas á Ísrael sem markaði endurvakningu á langvarandi átökum og í kjölfarið hefndaraðgerðir Ísraelshers á Gaza sem hafa leitt til stórfellds missis: dauða, eyðileggingar og landflótta. Innsetningin kallar á áhrifaríkan hátt fram harmleikinn sem á sér stað.
El Ansari yfirgaf heimili sitt í Kaíró í kjölfar arabíska vorsins sem átti sér stað í Miðausturlöndum og Norður-Afríku í lok tíunda áratugarins. Hún flutti til Íslands þar sem hún starfaði sem þýðandi úr arabísku yfir á ensku fyrir Útlendingastofnun og samtökin Samtökin 78. Bæði í vinnu sinni og list hefur El Ansari verið mjög upptekin af mannréttindum og reisn, og hugmyndum um heimili og heimaland.
Þegar komið er inn á sýninguna í Skaftfelli heyrir áhorfandinn rödd súdanska skáldsins, rithöfundarins og aðgerðasinnans Moneim Rahama (sem nú er í útlegð í Frakklandi), sem les „Er ekki lengur“, ljóð skrifað 23. október síðastliðinn. Raddupptakan er sett saman við hljóðverk sem samið var fyrir sýninguna. Innsetningin felur í sér samsetningu af myndum eftir El Ansari sem bregðast við bæði persónulegri reynslu og sögum fólks sem hún hefur unnið náið með sem staðið hefur frammi fyrir nauðungarflótta.
Listamaðurinn vill þakka Moneim Rahama, Adam Świtała, Piotr Pawlus og Rania Berro fyrir samstarfið.
Verkefnið er á vegum Skaftfells og gert mögulegt með veglegum styrk frá Myndstef. Skaftfell þakkar stuðning frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Múlaþingi og Uppbyggingarsjóði Austurlands.