top of page

Sýningaropnun - Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. janúar 2023

Sýningaropnun - Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

Kjarvalsstaðir, laugardag 14. janúar kl. 16.00
Rauður þráður er fjölbreytt og umfangsmikil sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum þann 14. janúar næstkomandi. Sýningin er afrakstur rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem ætlað er að endurskoða hlut kvenna í íslenskri listasögu. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 fyrir stöðunni og er það Sigrún Inga Hrólfsdóttir sem hlaut fyrstu rannsóknarstöðuna árið 2021 og er hún jafnframt sýningarstjóri. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur.

Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað.
Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu. Einnig verða sýndar innsetningar, ljósmyndir, myndbandsverk og tölvugerðar teikningar frá víðfeðmum ferli sem spannar yfir 50 ár.
Sýningin Rauður þráður veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál.
Hildur lærði myndvefnað við Myndlista- og handíðaskólann 1964-68 og Edinburgh College of Art 1969. Henni þótti hún hafa lært fánýti þegar hún útskrifaðist úr listaskólanum árið 1969 en áttaði sig fljótlega á því að sú sem kann að vefa kann að skipuleggja fjöldahreyfingu. Hildur var ein af frumherjum Rauðsokkahreyfingarinnar sem olli straumhvörfum innan jafnréttisbaráttunnar á áttunda áratugnum. Rauðsokkur tóku þátt í pólitískri umræðu og stóðu fyrir útgáfu, gjörningum og öðrum aktívisma sem opnaði augu margra fyrir kúgun kvenna.

Málþing í tengslum við yfirlitssýninguna Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður verður haldið á Kjarvalsstöðum laugardaginn 21. janúar kl. 13.00 – 17.00. Lykilerindi heldur Sigrún Inga Hrólfsdóttir, myndlistarmaður, sem er sýningarstjóri sýningarinnar og höfundur fræðigreinar um Hildi í sýningarskrá. Þá taka einnig til máls Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri og dósent í listfræði við HÍ, Unnar Örn Auðarson, myndlistarmaður, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, sérfræðingur á sviði textíls og vefnaðar, sem og Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, grafískur hönnuður.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page