top of page

Sýningaropnun í Y gallerý: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. júní 2024

Sýningaropnun í Y gallerý: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson

Verkið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Sjónarhorn Forskot Viðhorf Hagsmunir Yfirsýn Skoðun Heildarmynd Sjónarmið Vinkill, á verkum Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar laugardaginn 15. júní kl 15:00 í Y Gallerý. Sýningin er önnur sýning Helga í þríleik sem hófst með sýningunni Haugsuga/Dreifari árið 2022.

Á báðum sýningunum notast Helgi við fundið myndefni sem hann hefur safnað um árabil. Ljósmyndirnar teiknar hann upp ýmist með vatnslitum eða þurrnál. Myndirnar eru síðan þrykktar á pappír, oft hvað eftir annað þar sem sama myndin er endurtekin í fjölfeldi eins og gerist bæði í prenti og á internetinu. Helgi veltir hér upp spurningum um frummynd og eftirmynd og einnig hvaða þátt endurtekningin hefur í því samhengi. Hvort er hægt að segja að endurtekningin styrki upprunalegan boðskap myndarinnar eða breyti merkingu hennar við hverja endurprentun?

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page