top of page

Sýningaropnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

Sýningaropnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Myndlistarsýningin «Úr fullkomnu samhengi_Out Of Perfect Context_Hors contexte parfait» opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri fimmtudaginn 3 júlí kl. 16.00.

Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre eru kanadískt kvikmynda og vídeólistafólk sem að munu opna sýningu á verkum sínum í Verksmiðjunni á Hjalteyri 3 Júlí kl. 16:00 aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn (sjá nánar neðar í skjali).

Úr sýningartexta:

(English below)

Verkefnið « Úr fullkomnu samhengi» sem varð til úr samstarfi milli sýningarrýmisins Dazibao í Montreal og Verksmiðjunnar á Hjalteyri, leikur að greinilegum ósamrýmanleika sem leyfir sér ákveðið sundurleysi til að kanna nýjar leiðir til samstarfs og sýningargerðar. Verkefnið byggir á tengslum okkar við náttúruna og hlutverk hennar í menningunni en það er eins og skipulag eða drög að fundi milli borgar og óbyggðra víðerna ; myndgerða sem byggja á raunveruleikanum og öðrum aðferðum sem mótast alfarið í stafrænu formi. Einnig á krossgötum, jafnvel árekstri, milli viðkvæmrar náttúru í hættu og upphafinnar náttúru. Samstarfið gefur af sér tvær sýningar, eina í Dazibao, með verkum eftir Gústav Geir Bollason og Þorbjörgu Jónsdóttur og aðra í Verksmiðjunni, með verkum Julie Tremble og tvíeykisins Philippe-Aubert Gauthier og Tanya St-Pierre.

Með því að líta stundum inn, utan frá og stundum út, innan frá, undirstrikar sýningi “Out of Perfect Context” hvernig staðir og manngert umhverfi hafa áhrif á skynjun okkar og með hvaða hætti við erum hluti af lífheiminum - eða ekki.

Á þessari sýningu í Verksmiðjunni, með verkum þeirra Julie Tremble og tvíeykisins Philippe-Aubert Gauthier og Tanya St-Pierre, mun umhverfi kvikmyndalegs raunsæis, skapað úr safni mynda sem eru að öllu leyti stafrænt framleiddar eða meðhöndlaðar, vísvitandi mynda núning við íslenskt dreifbýlislandslag og tilkomumiklar byggingar staðarins. Í óreiðukenndu samtali milli veruleika og stafrænnar fantasíu stilla ofur-raunsæislegar myndir Julie Tremble saman stórkostlegu útsýni sem er rammað inn af opum á byggingunni, á meðan vandlega útfærð heimilisrými Gauthier og St-Pierre reyna að greypa sig inn í iðnaðarsögu og laga sig að hrjúfleika sama staðar. Í þessu gagnkvæma samspili áhrifa setur gljúpleiki mynda, staða og efniskennd þess sem við sjáum augntillitið á eins konar lóðréttan ás tíma þar sem uppsöfnun skammtíma áhrifa verkar á skynjun okkar á heiminum og framsetningum hans. Slík skynjun er einnig mótuð og stundum brengluð af eftirtektarverðri nærveru hljóðs.


From the exhibition text:

An initiative developed in collaboration between Dazibao (Montreal, Canada) and Factory (Hjalteyri, Iceland), Out of Perfect Context plays upon apparent incompatibilities and accentuated decontextualization to explore new forms of collaboration and exhibition-making. Starting from our relationship with nature and the role it plays in culture, the project proposes a meeting between urbanism and

wide-open landscapes, image-making practices drawn from reality and others created entirely digitally, as well as an intersection, a confrontation even, between a fragile, endangered nature and an idealized, magnified nature. Two exhibitions will be presented, one at Dazibao, featuring works by Gústav Geir Bollason and Thorbjörg Jónsdóttir, and the other at Factory, featuring works by Julie Tremble and the duo Philippe-Aubert Gauthier and Tanya St-Pierre.

At times looking in from the outside and at others out from the inside, Out of Perfect Context underlines how sites and built environments influence our perception, and the ways in which we are part of the living world – or not.

In this exhibition at Factory, featuring works by Julie Tremble and the duo Philippe-Aubert Gauthier and Tanya St-Pierre, an intentful environment of cinematic realism, created from a corpus of entirely digitally generated or manipulated images, rubs shoulders with the Icelandic landscape’s bucolic grandeur and the site’s imposing architecture. In an unsettling dialogue between reality and digital fantasy, Julie Tremble's realer-than-life images juxtapose the magnificent views framed by the building's openings, while Gauthier and St-Pierre's meticulously fabulated domestic spaces endeavor to embed themselves within the industrial history and ruggedness of the same site. In this reciprocal interplay of influence, the porosity of images, places, and the materiality of what we see sets the gaze in a kind of vertical time, where the accumulation of temporalities acts on our perception of the world and its representations. Such perception is also shaped and sometimes distorted by a noteworthy presence of sound.

Sýningarstjóri / Curator: France Choinière

Listamenn /Artists: Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre

Opnun fimmtudaginn 3 júlí á milli 16:00–19:00 Opening Thursday July 3rd, between 4:00–7:00 pm

Verksmiðjan á Hjalteyri, neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 604 Akureyri. http://verksmidjanhjalteyri.com https://www.google.is/maps/place/Verksmidjan+Hjalteyri/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page