Sýningaropnun í Svartfjallalandi: Erró í MSUCG Samtímalistasafninu
fimmtudagur, 7. mars 2024
Sýningaropnun í Svartfjallalandi: Erró í MSUCG Samtímalistasafninu
Þann 5. mars síðastliðinin var opnuð yfirlitssýning á verkum Errós (1932) í Podgorica, höfuðborg Svarfjallalands og stendur hún yfir til 6. maí 2024.
Sýning er samstarfsverkefni MSUCG Samtímalistasafns Svarfjallalands og Listasafns Reykjavíkur og á henni verða sýnd verk Errós úr safneign Listasafns Reykjavíkur en listamaðurinn hefur frá árinu 1989 gefið Reykjavíkurborg ríflega 4500 listaverk. Á sýningunni eru verk og ferill Errós sett fram í tímaröð og spanna listferil hans allt frá fimmta áratugnum til nýlegra verka listamannsins.
Sýningin miðar að því að sýna hvernig verk Errós hafa þróast í gegnum tíðina og ná yfir öll möguleg svið, allt frá myndlist og kvikmyndagerð til myndasagna, vísinda, tækni, sögu, stjórnmála, auglýsinga og áróðurs.