Sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar: „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“
fimmtudagur, 12. janúar 2023
Sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar: „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“
Sýningin „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“ verður opnuð þriðjudaginn 10. janúar kl. 14-18 í Listasal Mosfellsbæjar.
Melkorka Matthíasdóttir leirlistakona sýnir keramikmuni. Melkorka er með meistaragráðu í jarðfræði frá Háskólanum í Bergen en haustið 2019 ákvað Melkorka að venda sínu kvæði í kross og fékk inngöngu í diplómanám á sviði leirlistar í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2021.
Á sýningunni eru leirmunir, krúsir, diskar og vegglistaverk. Það má segja að hér sé á ferðinni listsýning og ákveðið rannsóknarverkefni. Melkorka hefur þróað aðferðir við að nýta íslensk jarðefni og plöntur sem innhaldsefni í glerunginn utan á steinleirinn með því að þurrka þau og brenna til ösku. Meðal efnis í glerungum er beykiaska og taðaska.
Sýningin stendur til 3. febrúar 2023 í Listasal Mosfellsbæjar, að Þverholti 2 í Mosfellsbæ.
Opið mánudaga - föstudaga 9-18 og laugardaga 12-16.