top of page

Sýningaropnun í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi: MURR

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. júní 2024

Sýningaropnun í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi: MURR

Sýningin Murr verður opnuð í Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi fimmtudaginn 6. júní kl. 17.00.
Murr er s‎ýning á verkum íslenskra samtímalistamanna þar sem sjónum er beint að áráttukenndum vinnuaðferðum í myndlist; endurtekningum, reglum og ofureinbeitingu.

Á sýningunni verða ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna. Verkin endurspegla mikla breidd í inntaki, þar sem glímt er við sjálfsævisöguleg viðfangsefni, djúpstæðan sársauka og dauða, samhliða ljóðrænu hversdagsins, endurtekningum og ryþma í daglegum rútínum, óhlutbundnum formum og kerfum. Verkin eru unnin í fjölbreytta miðla; málverk, skúlptúrar, teikningar, vídeóverk og gjörningar.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Ásgrímur Þórhallsson, Bjarni H. Þórarinsson, Deepa R. Iyengar, Halla Birgisdóttir, Jóhann S. Vilhjálmsson, Kjartan Ari Pétursson, Margrét M. Norðdahl, Marta Valgeirsdóttir, Sigurður Ámundason, Sigtryggur Berg Sigmarsson og Styrmir Örn Guðmundsson. Sýningarstjóri er Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Á opnuninni munu listamennirnir Margrét M. Norðdahl, Sigtryggur Berg Sigmarsson og Styrmir Örn Guðmundsson flytja gjörninga.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page