top of page

Sýningaropnun í Kompunni - Jóna Hlíf Halldórsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. maí 2023

Sýningaropnun í Kompunni - Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna Það sem jökultíminn skapar í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 6. maí klukkan 14.00. Þann sama dag kl. 16.00 mun Jóna Hlíf vera með listamannaspjall. Sýningin stendur til 21. maí nk.

Í innsetningunni Það sem jökultíminn skapar er umfjöllunarefnið tími sem bæði forsenda mannlífs og hluti af því. Hvernig myndir skapa umgjörð utan um skilning á þeim náttúruöflum sem við erum hluti af og erum ósjaldan minnt á að við þurfum að beygja okkur fyrir. Hvernig orð styðja við þá sögu sem við sköpum til að skilja okkur sjálf innan umhverfis.

Jóna Hlíf (f. 1978) útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur haldið einkasýningar á viðurkenndum sýningarstöðum, m.a. í Berg Contemporary, Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og eru verk hennar í eigu opinberra safna.
Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf m.a. fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar. Nánari upplýsingar um verk Jónu Hlífar er að finna á heimasíðunni jonahlif.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page