top of page

Sýningaropnun í Hafnarhúsi: D-vítamín

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. janúar 2024

Sýningaropnun í Hafnarhúsi: D-vítamín

Föstudaginn 26. janúar kl. 20.00 verður opnuð ný sýning í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi og ber hún yfirskriftina D-vítamín.

D-vítamín er aukaskammtur skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hér á landi. Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin 50. sýningin og ákveðið að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð D-vítamíni.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru fimmtán talsins en það eru þau Halla Einarsdóttir, Hákon Bragason, Hrefna Hörn Leifsdóttir, Joe Keys, Katrín Agnes Klar, Kristín Karólína Helgadóttir, Kristín Morthens, Lukas Bury & Weronika Balcerak, Nína Óskarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórður Hans Baldursson.
Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir, Becky Forsythe, Björk Hrafnsdóttir og Þorsteinn Freyr Fjölnisson.

Á opnunarkvöldinu verður mikið um dýrðir. Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, opnar sýninguna, listamenn verða með gjörninga og Hermigervill þeytir skífum fram á kvöld. Verið öll velkomin á opnunina.

Sýningin D-vítamín stendur til 05. maí 2024.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page