top of page

Sýningaropnun: Drit / Droppings - Fritz Hendrik IV

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. maí 2023

Sýningaropnun: Drit / Droppings - Fritz Hendrik IV

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Drit í Portfolio gallery, laugardaginn 6. maí kl 16:00 - 18:00.

Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Ásmundarsal auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum á borð við Tilvist mansins: skyssa að íslenskri samtímalistasögu (III) í Listasafni Reykjavíkur og Abracadabra, Moscow biennale for young art í Rússlandi. Verk Fritz eru í eigu fjölda einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.

Léttar veigar í boði. Sýningin stendur opin fimmtudaga til sunnudaga frá 06 - 28. maí

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page