top of page

Sýningaropnun: „Inventory of the Subconscious Mind” í Listasal Mosfellsbæjar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. febrúar 2023

Sýningaropnun: „Inventory of the Subconscious Mind” í Listasal Mosfellsbæjar

Föstudaginn 10. febrúar kl. 16-18 opnar Otilia Martin sýningu sína „Inventory of the Subconscious Mind” í Listasal Mosfellsbæjar.
Á sýningunni má finna stafrænar klippimyndir sem Otilia vinnur út frá draumum sínum en vegna áhuga á táknfræði hefur listiðkun hennar þróast í kringum drauma og myndrænt táknmál þeirra. Í verkum hennar fléttast saman skrímsli, draumar, sálfræði og töfrar. Gestum sýningarinnar er boðið í ferðalag um undirmeðvitund listakonunnar þar sem sjá má margbreytilegt myndmál, tákn, liti og áferð. Með verkum sínum vill Otilia Martin hvetja hvert og eitt okkar til að veita draumum okkar athygli. Draumar geta verið góð leið til að uppgötva og samþætta allar hliðar á sjálfum okkur og öðlast þar með meiri sjálfsþekkingu.
Otilia Martin Gonzalez er myndlistamaður og hönnuður. Hún er fædd í Þýskalandi, ólst upp á Spáni, en starfar og býr nú í Reykjavík. Hún hefur sýnt á Spáni, Japan, Rúmeníu, Bretlandi, Finnlandi og Ítalíu og hefur hlotið „Vazquez Diaz“ viðurkenningu fyrir verk sín á Spáni.
Sýningin stendur frá 10. febrúar til 10. mars 2023.

Listasalur Mosfellsbæjar er að Þverholti 2 í Mosfellsbæ, gengið inn hjá Bókasafni Mosfellsbæjar.
Opið alla daga 9-18 og laugardaga 12-16.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page