Sýningaropnun: Áslaug Íris Katrín Fiðjónsdóttir - Spegilmynd

fimmtudagur, 22. maí 2025
Sýningaropnun: Áslaug Íris Katrín Fiðjónsdóttir - Spegilmynd
Velkomin á opnun einkasýningar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Spegilmynd, næstkomandi laugardag í Þulu, Marshallhúsinu, milli 17-19. Sýningin stendur til 29. júní.
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) er með MFA frá School of Visual Arts í New York (2009) og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2006). Verk hennar einkennast af ríkri efnishyggju, sem rannsakar óhlutbundið myndmál með fjölbreyttu efni og aðferðum. Hún gerir tilraunir með áferð, eins og að teikna í og á steinaða fleti og samþætta stein við aðra hluti, sem leiðir af sér áberandi skúlptúrískt myndmál.
Áslaug hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í söfnum og galleríum víðs vegar um Evrópu, Bandaríkin og á Íslandi. Valdar sýningar eru "Looking Inward, Looking Outward: 140 Years of Listasafn Íslands" í Listasafni Íslands, "Stellingar | Linear Narratives" á Berg Contemporary og "Skúlptúr Skúlptúr" í Gerðarsafni. Meðal einkasýninga hennar eru „Opið“ í Þulu, „Bergmál“ í Listval Gallery, „Heritage“ í Þulu og „Skil | Skjól“ í Neskirkju.
Hún tók þátt í CHART listamessunni í Kaupmannahöfn 2024, Market Art Fair í Stokkhólmi 2023 og samsýningum í íslenska sendiráðinu bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Verk Áslaugar eru opinberum og einka safneignum.