top of page

Sýning Pálínu Guðmundsdóttur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 9. febrúar 2023

Sýning Pálínu Guðmundsdóttur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Pálína Guðmundsdóttir opnar myndlistarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 11. febrúar kl. 14-16. Hún nam málaralist fyrst í Gautaborg 1980-82 og síðar í Hollandi fyrst í AKI (Akademie voor Kunst en Industrie) í Enschede (1982-87) og síðar framhaldsnám í Jan van Eyck Akademie (1987-89) í Maastricht.
Pálína hefur þróað sinn persónulega stíl um áratuga skeið og hvert andlitsmálverk hefur sitt andrúmsloft og stílbragð. Andlitsmálverkin leitast við að túlka mannlegt eðli, tilfinningar og sál einstaklingsins. Pálína hefur verið starfandi og afkastamikill málari síðan á námsárunum og sýnt reglulega. Hérlendis og erlendis. Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2013 og fékk starfslaun myndlistarmanna 2016 í hálft ár. Bæði launin nýtti hún til að vinna að sinni myndlist í Berlín.
Sýningar titillinn er Andlit/Faces, og ber heiti bókar sem kom út í lok árs 2022. Flest verkin á sýningunni eru einnig til sýnis í bókinni. Öll málverkin eru olíumálverk á málaradúk. Málverk í bókinni spanna feril hennar síðan 1984-2021.
Sýningin er opin á opnunartíma Hofs og stendur sýningin til 10.apríl.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page