top of page

Sýning Guðrúnar Veru Hjartardóttur, JARÐGENGLARr, í Gallery Kverk

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. apríl 2023

Sýning Guðrúnar Veru Hjartardóttur, JARÐGENGLARr, í Gallery Kverk

Sýning Guðrúnar Veru Hjartardóttur, JARÐGENGLARr opnar í Gallery Kverk Garðarstræti 37, laugardaginn 15.apríl kl.15. Opið er í Gallery Kverk á laugardögum frá 12-15.

Kveikjan að verkunum fyrir sýninguna í Galllerí Kverk var ákveðin undrun eða fagurfræðileg upplifun af formi sem myndast á milli fóta, síendurtekið möndluform sem myndast í bilinu á milli fótleggjanna þegar þeir standa þétt saman. Möndluformið eða Visceca Picses er táknrænt fyrir tvo heima sem mætast, tveir hringir sem mynda form þegar þeir renna saman.
Á milli fótanna myndast formið í samspili negatífra og pósitífra forma, í samspili efnis og fjarveru efnis. Líkt og hjónaband himins og jarðar.
Möndlu rýmið er staðurinn þar sem möguleikarnir lifa, þar sem töfrar verða til og í þeim anda skóp ég verkið, Það var von, ekki vonleysi, sem var þar að verki. Von um að ganga okkar á jörðinni sé í átt til töfranna.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page