top of page

Sýning Þorvalds Jónssonar Hringiða í Þulu

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. febrúar 2023

Sýning Þorvalds Jónssonar Hringiða í Þulu

Sýning Þorvalds Jónssonar Hringiða var opnuð laugardaginn 4.febrúar í Þulu milli 15-18 og stendur opin til 11.mars.
Í sýningunni Hringiðu heldur Þorvaldur áfram uppteknum hætti og bregður á leik með sögur sínar á striga. Þráður sýningarinnar er tíminn, tíminn sem er alltaf á iði og við snúumst með verkunum í hringi eins og vísar á klukku. Á málverkunum má sjá nokkra karaktera sem eru í aðalhlutverkum; kötturinn, kallinn, hænan, eggið, svínið, konan og húsið. Við fylgjumst með þeim ferðast í gegnum hringiðu tímans, þar sem þau eldast og takast á við áskoranir lífsins en þó er húmorinn aldrei langt undan.
Þorvaldur Jónsson (f.1984) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi og erlendis, í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Reyjavíkur, Kjarvalstöðum, Gerðarsafni, Hafnarborg, Listasafni Akureyrar og Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Þorvaldur er einn af stofnendum Gallery Ports á Laugarvegi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page