top of page

Sýning á málverkum Ísleifs Konráðssonar í gamla bókasafninu á Drangsnesi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. ágúst 2023

Sýning á málverkum Ísleifs Konráðssonar í gamla bókasafninu á Drangsnesi

Laugardaginn 26. ágúst klukkan 15.00 opnar sýning á málverkum Ísleifs Konráðssonar ( 1889 - 1972) í gamla bókasafninu á Drangsnesi. Til sýnis verða nokkur málverk, fengin að láni úr ýmsum áttum, eftir þennan merka alþýðulistamann. Í rauninni eru flest þeirra máluð eftir minni eða póstkortum af þeim stöðum sem þau túlka, þar sem málarinn var að mestu hættur að geta ferðast þegar hann tók til við að mála, eins og fram kemur í texta Aðalsteins Ingólfssonar sem birtist í sýningarskrá, og við verðum einfaldlega hugfangin af verkum Ísleifs Konráðssonar, þó að út frá öllum viðteknum forsendum ættu þau alls ekki að ganga upp. Ísleifur fæddist og ólst upp í Steingrímsfirði. Myndir hans sýna ekki eingöngu landslag, þær eru skrásetning á gróðri, fuglalífi og kennileitum. Í augum Ísleifs er náttúran full af duldum vættum, eins og Ólafur Engilbertsson kemur inn á í umfjöllun sinni í sýningarskrá. Listfélagið Steingrímur stendur fyrir sýningunni í því umhverfi sem varð Ísleifi svo dýrmæt uppspretta í myndlistinni.

Í tengslum við sýninguna heldur listfélagið verkstæði sem er opið öllum grunnskólabörnum á Drangsnesi og Hólmavík. Sýningin stendur yfir til 17. september og er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13.00-17.00.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands, Sóknaráætlun Vestfjarða og Listasafni ASÍ.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page