top of page

Sýning | Korpúlfar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 28. janúar – 25. febrúar 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. janúar 2023

Sýning | Korpúlfar
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 28. janúar – 25. febrúar 2023

Fyrsta samsýning myndlistarhóps Korpúlfa verður opnuð á Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 28. janúar kl. 14:00. Korpúlfakórinn tekur lagið við opnunina.
Korpúlfar er heiti félags eldri borgara í Grafarvogi. Innan félagsins hefur myndlistarhópur verið starfandi í 10 ár, fyrst á Korpúlfsstöðum en nú í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni, Grafarvogi.
Leiðbeinandi hópsins er Pétur Halldórsson listmálari. Hópurinn telur um 15 manns, sem hittast á þriðjudagsmorgnum og eiga saman góða stund.
Hver málar það sem honum er hugleikið og félagarnir finna myndefni hér og þar, ýmist í persónulegum myndum eða myndabönkum. Efniviður er að eigin vali, sumir mála á léreft, aðrir á pappír, en markmiðið er að skemmta sér og skapa saman.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page