top of page

Söfnun: Ný myndlistarbók í söfnun til styrkar Unicef í Úkraínu

508A4884.JPG

föstudagur, 20. maí 2022

Söfnun: Ný myndlistarbók í söfnun til styrkar Unicef í Úkraínu

Til stendur að safna fyrir prentun myndlistarbókarinnar „Á meðan...“ til styrktar starfi Unicef á Íslandi með flóttamönnum frá Úkraínu.

Á meðan hvítlaukurinn steikist á pönnunni, berast úr bakgrunni fregnir sem tjá stríðsátök fullorðinna og harmagrát umkomulausra barna langt í burtu. Raunveruleiki þessarra landa hefur sífellt vægari áhrif á okkur, hina almennu borgara, sem stöndum bjargarvana frammi fyrir þessum óhugnandi eyðileika.

Hvað er það sem getur gripið athygli og orkað á jarðarbúa?
Getur mitt málverk ort um þennan harmleik? Hvernig get ég, sem myndlistarmaður í órafjarlægð, varpað agnarljósi á þessa eymd? Hvers manns áþján fölnar í ljósi þjáninga og þrauta þessa varnarlausa fólks og barna þeirra sem hafa gleymt hvernig hlátur hljómar og æskuvísur. Gæti mynd veitt örlitla huggun í óhugnaðinum?

„Á meðan...“ er myndlistarbók með málverkum Jóns Magnússonar og orðum skáldsins Diddu Jónsdóttur. Málverkin eru gerð eftir fréttamyndum frá stríðshrjáðum löndum. Að gera undirbúningsvinnuna fyrir þetta verkefni var þungbært en hugmyndin mikilvæg og ég var staðráðinn í að klára verkefnið fyrir börnin. Eftir að hafa skoðað þúsundir ljósmynda urðu 25 fyrir valinu og málverk eftir þeim fara í bókina. Texti Diddu er hrópandi andhverfa þeirra enda hversdagsleiki okkar stundum innantómt hjóm.

UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

#fyriröllbörn

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page