top of page

SÍM Residency í Aþenu og Berlín - Opið fyrir umsóknir árið 2024

508A4884.JPG

þriðjudagur, 19. september 2023

SÍM Residency í Aþenu og Berlín - Opið fyrir umsóknir árið 2024

SÍM auglýsir eftir félagsmönnum sem vilja dvelja í gestaíbúðum SÍM í Aþenu og Berlín á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.

Íbúðirnar eru leigðar út í minnst 2 eða mest 4 vikur í senn:
Dvalargjald í Aþenu fyrir tvo gesti í 4 vikur er € 1200 / 2 vikur er € 800.*
Dvalargjald í Berlín fyrir einn gest í 4 vikur er € 1000 / 2 vikur er € 600.*
Aukagjald er tekið fyrir fleiri gesti en verðið segir til um.

Hugmyndin er að myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir myndlistarmenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir um tímabil og bókanir á ingibjorg@sim.is. Subject: Umsókn - Gestaíbúð SÍM í Aþenu / Berlín, ásamt dagsetningum. Nánari upplýsingar um íbúðirnar og reglur er að finna hér á síðunni.

Athugið að hægt er að sækja um dvalarstyrk úr Muggi fyrir dvöl í gestaíbúðum SÍM.

*Verðbreyting tekur gildi þann 01.01.2024

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page