top of page

SÍM Gallery: Hvítu mávar - Arthur Ragnarsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. september 2022

SÍM Gallery: Hvítu mávar - Arthur Ragnarsson

Arthur Ragnarsson sýnir í SÍM Gallery 2.-30. september 2022
Sýningin er opin virka daga milli 12 og 16.

Arthur Ragnarsson myndlistarmaður lauk námi frá Myndlista- og Handíðaskólanum í Reykjavík 1981. Thetta er önnur sýning listamannsins í Reykjavík og á þessari sýningu má sjá vinnubrögð í grafít og akrýl á striga. Arthur nær í myndefni sitt handan reynslu og þekkingar og lætur sér stjórnast af músíkalskri næmni og tilviljanakenndri leikni. Verkin eru unnin með aðferð þar sem einlægni línuteikningarinnar fær að anda og njóta sín. Þessa aðferð hefur listamaðurinn nálgast til þess að gera sér kleift að yfirfæra tilfinningar og ómeðvituð skilaboð í beinu flæði. Með grafít í hönd einbeitir hann sér að því sem hann dregur upp og það línuspil sem birtist, endurómar bæði innra með honum og rís einnig óháð honum. þannig kemur hann til skila frumorku innra með sér sem hann á sameiginlega með forfeðrum sínum, fólki sem lifði fyrir þúsund árum og fólkinu sem hann hittir daglega. Á þessari sýningu birtast óvæntar aðstæður og þar vaknar fegurðin við að vita ekki fyrirfram hvað tekur við. Leiðin er ófyrirsjáanleg og full af tilviljunum, eins og lífið sjálft, eins og alheimur okkar.

Sýningin er opin virka daga milli 11 og 16 (nema mánudaga 12-16).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page