SÍM Gallery: Correlation - María Magdalena og María Sjöfn
föstudagur, 7. október 2022
SÍM Gallery: Correlation - María Magdalena og María Sjöfn
Correlation - 15.10. - 31.10. 2022
Sýningaropnun 15. október milli 5 og 8
Verk Maríu Magdalenu og Maríu Sjafnar eru oft á tíðum í einskonar samtali þar sem þau fjalla oft um viðfangsefni með sama undirtón. Þær hafa unnið að verkum sem snerta á umhverfi, vistfræði og samfélags á tímum mannaldarinnar.
Með hliðsjón að því þá eru þær að skoða hvernig við höfum unnið að fyrirbærinu hverfandi jökli frekar en að kortleggja jökulinn sjálfan. Með vísan til þessa er frekar verið að kortleggja einskonar innra landslag skynjunar á hinu ytra jöklalandslagi. Marglaga myndmálið sem skapast í ferlinu getur mögulega velt upp nýjum sjónarhornum á efninu.
Í verkum Maríu Magdalenu vinnur hún með náttúru og mannkynið sem eina heild í sama vistmengi en ekki sem einangraðar einingar. Hún fjallar um nauðsyn þess að við tökum til hendinni í umhverfismálum til að lifa af. Í verkum sínum vinnur hún með mismunandi miðla sem ljósmyndun, video, hljóð, hluti, gjörninga og insetningar og gagnvirkt efni.
Maríu Sjöfn vinnur í mismunandi miðla og oft með náttúruleg fyrirbæri sem taka á sig mynd sem innsetningar, í þrívíð form sem skúlptúrar, video-innsetningar, ljósmyndun og teikningu.
Í verkum sínum fjallar hún um fjölþætta skynjun umhverfisins með innsýn í innra og ytra samhengi rýmis og efnis. Oft en ekki svo augljóslega þá er hún að kanna snertifleti manns og umhverfis á gagnrýninn hátt í marglaga þekkingarsköpun.
Correlation - 15.10. - 31.10. 2022 - opening the 15.10 at 5 -8 pm
The works of María Magdalena and María Sjöfn are often in a kind of dialogue, as they often deal with subjects with the same undertone. In their artworks they have both been working in areas as environmental art, ecological- and social engagement art touching on exploration in times of the anthropocene. They have both been working towards the perception of the phenomenon of a vanishing glacier rather than mapping the glacier itself.
Regarding this, they would like to develop the mapping further in some kind of inner landscape perception of the outer glacial landscape. When those layers are examined in a new context the visual language can create a new perspective on the matter.
In Maria-Magdalena works she sees humankind and nature not as being isolated entities but as elements of the same large organism. Thus, it is necessary to stop environmental exploitation, if we want to ensure our survival. Her work covers abroad spectrum of media that includes photography, video, sound, objects, installation, performance, and interactive projects.
In María Sjöfn multidisciplinary works with forms of natural phenomena, often taking the shape of installation and involving sculptural interventions such as video, sound, photography and drawing. María Sjöfn’s process of development begins with experimentation focusing on multifaceted perceptions of the environment, and in particular the inner and outer contexts of space and matter. Sometimes not so obvious, she is critically exploring the relation of the human being and the environment.