SÍM: TORG LISTAMESSA 2022 Í REYKJAVÍK

föstudagur, 7. október 2022
SÍM: TORG LISTAMESSA 2022 Í REYKJAVÍK
TORG listamessa Reykjavík 2022, 4. útgáfa
Lífrænt
Ísland er framandi og afskekkt, með einstaka ásýnd og einstakt í háttum. Torg, stærsta listamessa landsins, með yfir 12.000 gesti árlega, kemur til með að eiga sér stað á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í október 2022 með stuðningi Reykjavíkurborgar.
messan
Á tímum umdeildra listhópa, »óútskiptanlegra eiginda« (NFT) og stórviðburða; kynnum við listamannarekna listamessu, rekna á vegum samfélags listamanna sem telur 950 félaga (og þar á meðal alþjóðlega listamenn sem búa og starfa á Íslandi). Hlutverk hennar eru mörg: að styðja við listiðkun í nánu samstarfi við nærsamfélag og efla tengingu þess við samtímalist.
Þetta er ekki þetta venjulega, ekki enn eitt geggjað verkefni, heldur heiðarlegur viðburður sem skiptir máli.
Í einni af sögufrægustu byggingum Reykjavíkur sýna 50 listamenn verk sín; ungir listamenn á 10 metra löngum vegg, Rúrí, og samhliða einkasýning um eldgos.
utan múra messunnar — Reykjavík
Samtímalistin krefst þess að gegna lykilhlutverki í stöðugri og sífellt vaxandi uppbyggingu Reykjavíkurborgar. Einstakt samfélag listamanna í borginni lætur finna fyrir nærveru sinni í líkama borgarinnar. Það birtist í framsæknum sýningarrýmum, listamannareknum félagsskap og vinnustofum samhliða söfnum og galleríum.
Tilfinningin um knýjandi forsendur er óumdeilanleg, sem endurspeglar forvitnilegt menningarlandslag Íslands þar sem aragrúi náinna listasamfélaga dreifast um eyjuna (Keflavík, Hafnarfjörður, Hveragerði, Akureyri, Seyðisfjörður).
Láttu tískustraumana eiga sig, snúðu baki við framandi hugtakanotkun, upplifðu mennskuna á ný, taktu þátt, vertu velkomin. Mælikvarðar skipta vissulega máli, en á hvaða forsendum metum við hlutina? Samtímalist byggir á fjölmörgu.
( Eins og tilkynnt var á art-agenda.com )
14.-23. október, 2022
Sýningarstjóri: Ayis Zita / Styrktaraðilar: Reykjavíkurborg, Rannís, Akademía skynjunarinnar og Sýningarkerfi ehf.
Opnunartími Torgs:
For-opnun: Fimmtudaginn 13. október 18-20 (Einungis boðsgestir)
Opnun: Föstudaginn 14. október kl 18 - 20
Laugardagur 15. október kl 13 - 17
Sunnudagur 16. október kl 13 - 17
Föstudagur 21. október kl 18 - 20
Laugardagur 22. október kl 13 - 17
Sunnudagur 23. október kl 13 - 17
Samhliða sýning verður tilkynnt á heimasíðu Torgs
www.sim.is/torg
Torg Listamessa
Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1, 112 Reykjavík.

