SÍM: Tilkynning frá skrifstofu SÍM
fimmtudagur, 16. júní 2022
SÍM: Tilkynning frá skrifstofu SÍM
Kæru félagsmenn SÍM
Skrifstofunni hefur borist erindi frá Safnasafninu við Svalbarðsströnd, þar sem fram kemur að einhvers misskilnings gæti um aðgangseyri þar.
Bent skal á að Safnasafnið er einkarekið safn, ekki á vegum opinberra aðila. Það ætti því að vera öllum ljóst að safið hefur ekki bolmagn til að veita ókeypis aðgang að sýningum þess.
Það skal tekið skýrt fram að félagsskírteini SÍM veitir ekki ókeypis aðgang að Safnasafninu.
Þess má geta að Safnasafnið hefur alla tíð þrátt fyrir þröngan fjárhag verið til fyrirmyndar með vandaðar og faglegar sýningar. Fjárhagsstaða þess hefur verið mjög erfið síðustu árin, og stendur rekstur þess í járnum. Aðgangseyrir er safninu algjör nauðsyn eigi það að halda áfram sínu frábæra starfi.
Skrifstofa SÍM