top of page

SÍM: Opið fyrir umsóknir um vinnustofur á Seljavegi 32

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. júlí 2022

SÍM: Opið fyrir umsóknir um vinnustofur á Seljavegi 32

Opið er fyrir umsóknir um vinnustofur SÍM á SELJAVEGI 32

Einungis fullgildir félagsmenn SÍM koma til greina við úthlutun. Sérstök úthlutunarnefnd mun fara yfir umsóknir og úthluta vinnustofunum. Umsóknum skal fylgja ítarlegar upplýsingar um fyrirliggjandi verkefni.
Núverandi leigutakar geta sótt um endurnýjun á leigusamningi geti þeir sýnt fram á að þeir hafi notað vinnustofuna til að sinna listsköpun sinni. Óheimilt er að nota vinnustofur SÍM sem geymslur.
Þeir félagsmenn sem hafa verið með vinnustofu á Seljavegi í 9 ár geta ekki sótt um endurnýjun á leigusamningi. Þeir geta aftur á móti sótt um í öðrum vinnustofuhúsum á vegum SÍM.

Vinnustofurnar á Seljavegi eru ca. 50, frá 10 m2 upp í 40 m2 að stærð.
Húsaleigan er ca. kr. 2.000.- pr. m2 á mánuði (ath að húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs)
auk greiðslu í hússjóð. Góð sameiginleg aðstaða.

Umsóknarfrestur er til 18. júlí n.k., aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.
Hægt er að óska eftir umsóknareyðublaði í tölvupósti á netfangið ingibjorg@sim.is, fyrirspurnir skulu sendar á sama netfang.

Þeir sem eru á biðlista eftir vinnustofum SÍM á Seljavegi geta sótt um núna, biðlistinn gildir ekki þegar allar vinnustofurnar eru auglýstar lausar til umsóknar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page