top of page

SÍM: Framboð til stjórnar SÍM - Hlynur Helgason

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. apríl 2022

SÍM: Framboð til stjórnar SÍM - Hlynur Helgason

Hlynur Helgason - stutt erindi um áherslur í tengslum við stjórnarþátttöku hjá SÍM.

Ég sækist eftir endurkjöri til stjórnar SÍM til þess að bjóða fram krafta mína í því að halda áfram því starfi sem við höfum unnið undanfarin ár við að tryggja og bæta kjör og aðstæður listamanna. Á meðal áherslumála minna er:

• • Listamannalaun. Að halda áfram vinnu, í samstarfi við BÍL, í því að efla launin, auka verðgildi þeirra
til samræmis við sambærilegar stéttir menntafólks, fjölga launamánuðum og tryggja aðkomu bæði
yngri og eldri listamanna að launum.

• • Myndlistarsjóður. Að tryggja þá aukningu sem komið hefur í sjóðinn og reyna að styrkja hann enn
frekar.

• • Miðstöð myndlistar. Að henni verði komið á og að hún komi til með að veita myndlistarmönnum
öfluga þjónustu.

• • Listskreytingasjóður. Að efla möguleika hans til innkaupa, styrkja faglegan rekstur hans og tryggja
eftirlit með því að því fé sem á að veita til myndlistar renni til myndlistarmanna.

• • Vinnstofumál listamanna. Að vinna að því að fá lækkuð gjöld af húsnæði sem nýtt er fyrir
vinnustofur listamanna, hvort sem þeir eiga þær sjálfir eða leigja af einkaaðilum.

• • List fyrir alla. Að tryggja í auknum mæli möguleika listamanna til að vinna að samfélagslegum
verkefnum víða um samfélagið, úti á landi, í dreifðum byggðum höfuðborgarsvæðisins, og á
miðborgarsvæðinu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page