top of page

SÍM: Framboð til formanns SÍM - Bryndís Björnsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. apríl 2022

SÍM: Framboð til formanns SÍM - Bryndís Björnsdóttir

Bryndís Björnsdóttir (aka Dísa) - Framboð: Formaður SÍM

Ég hef verið búsett erlendis síðustu ár en ég kom aftur til landsins fyrir stuttu og hef síðan þá verið að koma mér inn í samtal og forsendur listasenunar á Íslandi. Sem myndlistarmaður hef ég starfað að sýningarhaldi víða en einnig lagt áherslur á að skapa samstarfsvettvang og starfað sem verkefnastjóri, nú síðast með sýningunni IMMUNE/ÓNÆM í Nýlistasafninu. Mér er mjög umhugað um að skapa umræðuvettvang og samtal. Ég vil styrkja SÍM sem verkalýðsfélag listamanna með að byggja á því starfi sem þegar hefur verið sinnt þar en styrkja um leið stoðir þeirra hreyfingar sem er hafin í þágu listafólks af erlendum uppruna, með Artist in Iceland Visa Action Group (AIVAG). Ég er ein af stofnendum hópsins, sem vill taka skref í átt að breytingum á því umhverfi sem hingað til hefur gert listamönnum með uppruna utan Schengen-svæðisins erfitt fyrir að starfa hér. Það að úrlausnir séu ekki til staðar varðar listalífið hér í heild. Varðar það að skapa jafnt aðgengi og auka einnig undir stoðir styrkjaumhverfis. Ég vil einnig leggja áherslur á húsnæðismál, framboð og umgjörð í tengslum við vinnustofur er ábótavant. Loks tel ég þarft að breyta því hvernig fé listskreytingarsjóðs er varið. Ég sé fyrir mér að SÍM muni vera virkur vettvangur og kalli eftir aðgerðum. Helsta aðferðafræði mín er einfaldlega sú að ganga í hlutina.

To put it briefly, I would like to enhance SÍM as a union for artists with a special focus on artists that want to establish themselves and come outside of Schengen area or other origins that make it hard to engage with the structures here. I as well want to put focus on housing issues with regards to studios and find ways of enhancing funding structures. My aim would be to make SÍM an active agent as my methodology is simply to take action.

kær kveðja

Dísa

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page