SÍM: Framboð til formanns SÍM - Anna Eyjólfsdóttir
fimmtudagur, 28. apríl 2022
SÍM: Framboð til formanns SÍM - Anna Eyjólfsdóttir
Kæru félagar í SÍM
Ég, Anna Eyjólfsdóttir (https://www.annaeyjolfs.com/ ), starfandi myndlistarmaður, býð fram krafta mína til áframhaldandi starfa sem formaður SÍM. Ég hef barist fyrir bættum kjörum myndlistarmanna í áratugi og brenn fyrir því að gera svo áfram í samvinnu við stjórn SÍM sem hefur verið afar gefandi.
Starfsemi SÍM var skipt í tvær deildir um áramótin 2020/2021. Ásgerður Júlíusdóttir tók við sem framkvæmdarstjóri skrifstofu í september 2021. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tók þá við sem framkvæmdastjóri Rekstrarfélags SÍM og sér auk þess um Artótek og Listskreytingasjóð. Ný heimasíða SÍM Residency var tekin í notkun 2020 og ný heimasíða SÍM var tekin í notkun seint á árinu 2021.
Áherslur mínar á komandi kjörtímabili eru eftirfarandi:
• Hækkun styrkja - Ég mun halda áfram að afla nýrra styrkja fyrir félagsmenn
• Samstarf SÍM við BÍL, Myndstef, KÍM, BHM og Myndlistarsjóð hefur vaxið og er mikilvægt að halda því
góða starfi áfram.
• Árið 2022 gerðist SÍM aðili að Baklandi Listaháskólans.
• Þá hefur Reykjavíkurborg veitt SÍM styrki í ýmis sérverkefni s.s. TORG, WAD og fyrir Myndlist í skólum.
• SÍM fékk 1,3 m.kr ritstyrk úr Myndlistarsjóði fyrir sögu SÍM.
• SÍM Residency fékk styrk frá Nordic Culture Point 6 milljónir.
• Korpúlfsstaðir og Hlöðuloftið – Halda áfram að víkka út hlutverk Hlöðuloftsins til viðbótar við TORG
listamessu sem hefur þegar sannað sig í þrígang og verður fest í sessi. Gerður verður langtíma
samningur við Reykjavíkurborg um að TORG verði hluti af Borgarhátíð Reykjavíkur. Til marks um
áhugann á þessu máli má geta þess að sýningar hafa verið bókaðar allt fram á árið 2025.
Auka námskeiðshald og samvinnu við nærsamfélagið.
• WORLD ART DAY – Áframhaldandi þátttaka í alþjóðlegum degi lista sem SÍM tók þátt í í fyrra og í ár í
samstarfi við BÍL. Sjá nánar ↳ https://www.sim.is/world-art-day
• Möppuviðtöl og vinnustofuheimsóknir – Gríðarlega mikill áhugi er meðal félagsmanna að hitta erlenda
sýningarstjóra og verður því haldið áfram.
Ég mun vinna áfram að því mikilvæga verkefni að fá hingað erlenda sýningarstjóra og áhugafólk um
íslenska myndlist og aðstoða félagsmenn við þau tengsl.
• Kannanir sem SÍM hóf að gera 2020 juku skilning ráðamanna á stöðu myndlistarmanna og hækkuðu
eftirfarandi styrkir um:
o Starfslaun - 30,08 %,
o Myndlistarsjóður - 100%.
o Framlag Reykjavíkurborgar, SÍM og Myndstefs í Mugg - 50%.
o Menningarmálaráðuneytið rekstrarstyrkur - 20%.
• Myndlistarmiðstöð – Stuðla að því að hún komist á fót
• Myndlistarstefna – Stuðla að því að hún verði samþykkt sem fyrst.
• Listskreytingasjóður Reykjavíkur – endurvekja
• Listskreytingasjóð ríkisins – vinna að styrkingu hans
• Höfundarréttarmál og skattamál myndlistarmanna
• Borgum listamönnum verkefnið
• Vinnustofumál
• Listnám í skólum – efling með kynningum, fyrirlestrum og námskeiðahaldi.
Réttindamál myndlistarmanna eru mér hjartans mál, og sértu mér fylgjandi um ofangreinar áherslur á komandi árum mun atkvæði þitt skipta sköpum í baráttu myndlistarmanna fyrir bættum kjörum og sýnilegri myndlistarvettvangi.
Anna