top of page
SÍM: Rafræn félagsskírteini á nýju ári
miðvikudagur, 22. desember 2021
SÍM: Rafræn félagsskírteini á nýju ári
Samband íslenskra myndlistarmanna hefur ákveðið að taka í notkun rafræn félagsskírteini frá og með janúar 2022. Skírteinin verða send út í tölvupósti þegar félagsgjöld næsta árs hafa verið greidd.
Skírteininu verður hægt að bæta við í Apple Wallet eða sambærilegu forriti fyrir Android. Skírteinin gilda út 2022.
Það er viðbúið að þessi breyting muni valda einhverjum vandkvæðum en við vonumst til að félagsmenn okkar séu jafntilbúnir og við að stíga næstu skref í átt að sjálfbærri og umhverfsvænni framtíð.
Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar með notkun skírteinanna verða sendar út með skírteinunum.
(Hér á meðfylgjandi mynd má sjá drög að nýju félagsskírteini)
bottom of page