top of page

SÍM: Ályktun stjórnar SÍM um atburði tengda Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku

508A4884.JPG

föstudagur, 29. apríl 2022

SÍM: Ályktun stjórnar SÍM um atburði tengda Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku

Ályktun stjórnar SÍM um atburði tengda Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku:

Umtalsverð orrahríð hefur að undanförnu verið um atburði tengda verki Ásmundar Sveinssonar, sem ber titilinn Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, og stóð til skamms tíma á Snæfellsnesi. Við skiljum að heiti verksins og samhengi gæti orkað tvímælis og á þeim grunni hafi þeim listamönnum sem í hlut eiga þótt nauðsynlegt að vekja máls á því. Á hinn bóginn þykir okkur óhæfa að listamenn taki það upp hjá sjálfum sér að taka verk annarra listamanna, fjarlægja og breyta, án leyfis þeirra sem eiga verkin eða hafa umsjón með þeim. Við hörmum jafnframt að það hafi þurft að fara í þá aðgerð að fjarlægja listaverk sem sett hafði verið upp við Marshallhúsið og að ekki tókust sættir um málalyktir.

Stjórn SÍM

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page