top of page

Síðasta sýningarhelgi – Sigurður Guðjónsson: Leiðni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. janúar 2023

Síðasta sýningarhelgi – Sigurður Guðjónsson: Leiðni

Nú líður að sýningarlokum á sýningunni Sigurður Guðjónsson: Leiðni í Hafnarhúsi en henni líkur sunnudaginn 15. janúar.

Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofna heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.

Á sýningunni Leiðni gefst færi á að kynnast ögrandi og svipmikilli vídd listsköpunar Sigurðar Guðjónssonar. Leiðni býður áhorfendum að grandskoða hreyfingar, flæði og hófstilltar umbreytingar sem eiga sér stað í efnisheiminum. Úrvalið sem hér er samankomið samanstendur af sex nýlegum verkum, sem og einu glænýju. Öll eiga þau rætur að rekja til könnunar listamannsins á örlandslagi og vídeómyndmáli þar sem hið sýnilega, heyranlega og rýmislega mynda órjúfanlega heild.

Sigurður Guðjónsson (f.1975) er einn fremsti vídeólistamaður íslenskrar samtímalistar og var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2022. Í rökstuðningi fagráðs sem útnefndi Sigurð sem fulltrúa Íslendinga á Feneyjatvíæringinn segir: „með vali Sigurðar teflir Ísland fram listamanni sem unnið hefur að áhrifamiklum innsetningum á óvenjulegum sýningarsvæðum og byggt upp afar sterka röð sýninga sem vakið hafa verðskuldaða athygli í heimi samtímalistarinnar.“

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page