Síðasta sýningarhelgi í Grafíksalnum
fimmtudagur, 4. maí 2023
Síðasta sýningarhelgi í Grafíksalnum
Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins.
Sýningin er sett upp til að minnast þess að 250 ár eru liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander frá Svíþjóð. Solander skrásetti og safnaði margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð þjóðarinnar. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan.
Listamennirnir sem taka þátt fyrir hönd Íslands: Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Viktor Pétur Hannesson, Daði Guðbjörnsson, Laura Valentino, Valgerður Björnsdóttir, Iréne Jensen, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Líndal og Soffía Sæmundsdóttir.
Einnig er sýningin Paradise Lost: Daniels Solander´s Legacy frá Kyrrahafseyjum en þetta er í fyrsta skipti sem myndlistasýning þaðan kemur til Íslands.
Þetta einstaka verkefni hófst í ágúst 2022 og mun standa í eitt og hálft ár. En að lokum flyst sýningin frá Íslandi til Norður – Svíþjóð, Pedeo heimabæjar Solander.