Sævar Karl: Landslag

fimmtudagur, 14. ágúst 2025
Sævar Karl: Landslag
Sævar Karl opnar sýninguna „Landslag“ á Mokka 14. ágúst og stendur sýningin til 1. október n.k.
Á sýningunni eru glæný blómstrandi landslagsmálverk unnin hér heima og í München þar sem Sævar Karl hefur verið búsettur um árabil ásamt eiginkonu sinni og stundað þar málaralist með góðum árangi. Málverkin eru kraftmikil, litrík og orkumikil og gerð af mikilli sköpunargleði og innblásin af blómlegum görðum þar sem hann málar af krafti.
Sævar Karl (f. 14. 8. 1947) hefur stundað myndlistarnám við ýmsa listaháskóla hérlendis í Þýskalandi og Austurríki. Hann hefur sýnt víða um heim m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Englandi.
Sýningin er sölusýning, þeir sem hafa áhuga á að eignast verk hafi samband við Sævar í síma 897 4699 eða +49 89 53 88 67 63 og hjá starfsfólki Mokka.
Nánari upplýsingar um Sævar Karl má finna á instagram síðu hans https://www.instagram.com/karlsaevar/
Sýningin er opin daglega frá kl. 9 – 18 og stendur til 1. október nk.
karlsaevar@saevarkarl.com
Gunnar Kristinsson | art@mokka.is | gsm-694 7154
Mokka Art | Skólavörðustíg 3a | 101 Reykjavík | espresso og myndlist síðan 1958 | www.mokka.is
Opið daglega frá kl. 9.00 til 18.00


