Roni Horn: Is Infinity an Event?

fimmtudagur, 17. júlí 2025
Roni Horn: Is Infinity an Event?
Föstudaginn 18. júlí kl. 16 opnar sýning Roni Horn í Gallerí Úthverfu. Sýningin ber heitið Is Infinity an Event? og samanstendur af tólf verkum frá árinu 2022. Boðið verður uppá léttar veitingar og spjall.
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Sape is pleased to present Roni Horn: Is Infinity an Event? The exhibition opens at 4 pm on Friday July 18 in Gallerí Úthverfa / Outvert Art space, Aðalstærti 22 in Ísafjörður.
Á sýningunni í Úthverfu sem ber heitið Is Infinity an Event? eru tólf verk úr seríunni „An Elusive Red Figure...“, safni af 33 pöruðum bleksprautuprentum sem fyrst voru sýnd í Zürich árið 2023. Serían er unnin í framhaldi af verkinu „LOG (22. mars 2019 – 17. maí 2020)“ frá 2021 en „An Elusive Red Figure...“ samanstendur bæði af verkum sem unnin eru upp úr efni „LOG“ sem og nýjum teikningum, þar á meðal tilvitnunum, klippimyndum, ljósmyndum, frjálslegum athugasemdum, athugasemdum um fréttir og veðurfar og frumsömdum texta eftir Horn.
„LOG“, sem var fyrst sýnd hjá Hauser & Wirth í New York árið 2021, er stór innsetning sem samanstendur af 406 einstökum verkum á pappír. Verkið var afrakstur daglegrar teiknivinnu sem Horn vann að í fjórtán mánuði. Teikning hefur verið skilgreinandi þáttur í listsköpun Horn frá níunda áratugnum og „An Elusive Red Figure…“ er táknræn fyrir samband Horn við miðilinn, sem hún hefur lýst sem „eins konar daglegri öndunarstarfsemi.“ Á meðan Horn vann teikningar á pappír sem áttu eftir að verða að pöruðum bleksprautuprentm fyrir „An Elusive Red Figure…“ lýsti hún atburðum eins og veðri, einkalífi og öllu athyglisverðu sem henni datt í hug eða kom henni fyrir sjónir á þeim tíma.
Sýningin er hluti af dagskrá þar sem haldið er uppá 40 ár af samtímalist í Gallerí Úthverfu sem áður hýsti Slunkaríki. 18. Júlí verður einnig opnuð sýning Unu B Magnúsdóttur og Loga Gunnarssonar í sal Myndlistarfélagsins á Ísafirði, Slunkaríki, sem nú er hluti af Edinborg menningarmiðstöð. Afmælisdagskrá ársins lýkur með útgáfu bókar/bæklings þar sem starfsemi Úthverfu og Slunkaríkis undanfarna áratugi verður gerð skil í máli og myndum.
English
Is Infinity an Event in Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space includes 12 works from the series ‘An Elusive Red Figure...’ a suite of 33 paired ink jet prints first presented in Zurich in 2023. Following on from the 2021 work ‘LOG (March 22, 2019 – May 17, 2020)’, ‘An Elusive Red Figure...’ is a collection of outtakes from ‘LOG’ as well as original drawings, including quotations, collages, photographs, casual commentaries, notes on news and weather events and original texts by Horn.
‘LOG,’ which debuted at Hauser & Wirth New York, 22nd Street in 2021, is a large-scale installation comprised of 406 individual works on paper. The work was the result of a daily commitment to drawing undertaken by Horn over a period of fourteen months. Drawing has been a defining element of Horn’s artistic practice since the 1980s and ‘An Elusive Red Figure…’ is emblematic of Horn’s relationship with the medium, which she has described as ‘a kind of breathing activity on a daily level.’ Whilst creating the drawings on paper that would become the paired ink jet prints for ‘An Elusive Red Figure…,’ Horn would describe the events of weather, private life and anything notable that came to mind or hand at the time.
The exhibition is part of a program celebrating 40 years of contemporary art at the Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space, which previously housed Slunkaríki. On the same day as Roni Horn´s opening, an exhibition by Una B Magnúsdóttir and Logi Gunnarsson will be opened in Slunkaríki, which is now part of the Edinburgh Cultural Centre.
The anniversary program of the year will conclude with the publication of a book/brochure detailing the activities of Úthverfa and Slunkaríki over the past decades in words and images.
Frekari upplýsingar veitir / for more information please contact:
Elísabet Gunnarsdóttir/Úthverfa +354 868 1845 – galleryoutvert@gmail.com
Starfsemi Úthverfu nýtur styrkja fyrir einstök verkefni frá Myndlistarsjóði, Orkubúi Vestfjarða, Uppbyggingarsjóði Vestjfarða og Ísafjarðarbæ.


