top of page

Rjómablöðrur í Borginni: Lokahóf

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. nóvember 2023

Rjómablöðrur í Borginni: Lokahóf

Málverkasýningin Rjómablöðrur Magnúsar, stendur nú yfir í Listamenn Gallerí við Skúlagötu. Á sýningunni gefur að líta nýjustu myndverk Magnúsar Helgasonar. Í tilefni sýningarinnar tók Magnús viðtal við sjálfan sig um vinnuferlið og afstöðuna til listarinnar.

Magnús: Enn ert þú að sýna ný málverk úr fundnum efniviði Magnús, er þetta alltaf jafn gaman?

Magnús: Já oftast, þetta kallar á mann. Maður hefur eitthvað til að láta sig dreyma um á nóttunni þegar maður er á kafi í málverkagerð. Þannig getur maður verið alltaf í vinnunni að gera gagn.

Magnús: Er mikilvægt að gera gagn? Og er endilega gott að vera alltaf að gera gagn?

Magnús: Góð spurning hjá þér Magnús ! Já manni finnst það eiginlega, þó svo að nú sé soldið böss finnst mér í kringum pælinguna að gera ekki neitt, man hvernig það var að vera unglingur og hafa nákvæmlega engar áhyggjur! Ekkert að pæla í tímasóuninni, að liggja í sófanum og glápa stefnulaust á sjónvarpið heilu dagana. Það gat verið þægilegt líf í áhyggjulausri blöðru.

Magnús: Þú nefnir sýninguna “Rjómablöðrur Magnúsar”. Hvert ertu að fara með því? Á þetta að vera eitthvað grín?

Magnús: Titill sýningarinnar er einhverskonar varnarviðbrögð við samviskubitinu sem ég fæ þegar ég hugsa um það af hverju ég sé að gera þessi verk. Hvatirnar að vinnunni eru sjálfhverfar, það er nautnin sem felst í því gleyma sér í blöðrunni sinni í glímunni við efnið og fegurðina sem ég sækist eftir.

Verkin eiga ekki að bjarga heiminum einungis að gera hann aðeins feitari og sætari í smástund.

Lokahóf sýningarinnar fer fram laugardaginn 25. nóvember í Galleríi Listamanna Skúlagötu 32. 14-17.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page