Rakel McMahon - Trú Blue

fimmtudagur, 4. júlí 2024
Rakel McMahon - Trú Blue
Einkasýning Rakel McMahon opnar í Þulu næstkomandi laugardag, 6. júlí, klukkan 17:00-19:00. Öll velkomin.
Rakel McMahon (f.1983) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið2008; hún er einnig með diplómapróf í kynjafræði frá Háskóla Íslands og M.Art.Ed. fráListaháskóla Íslands. Verk hennar hafa verið sýnd á ýmsum stöðum bæði hérlendis ogerlendis. Í gegnum ólíka miðla nálgast Rakel viðfangsefni sitt með endurtúlkun, notkunmyndlíkinga og endurmati á því sem þykir alvarlegt, fyndið og eðlilegt. Í listsköpun sinnivinnur hún með málefni sem eru henni hugleikin og tengjast oft kyni, kynhneigð,staðalímyndum og spurningunni hvað þykir eðlilegt. Rakel býr og starfar á milli Aþenu og Reykjavíkur.